SKJALDBORG Í ÁTJÁNDA SINN!
(English below)

Skjaldborg er hátíð íslenskra heimildamynda, haldin um hvítasunnuhelgi ár hvert í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Skjaldborg er eina kvikmyndahátíðin á landinu með það sérsvið að frumsýna íslenskar heimildamyndir og er óhætt að segja að Skjaldborgarbíó og Patreksfjörður séu orðin að heimili íslenskra heimildamynda. Hátíðin leiðir saman reynslubolta í faginu, byrjendur og hinn almenna áhorfanda en þannig stuðlar hátíðin að skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.

Fagurt umhverfi Patreksfjarðar veitir einstaka umgjörð um hátíðina sem samanstendur af heimildamyndaveislu, heiðursgestaspjalli, hliðarviðburðum og balli en plokkfiskveisla, skrúðganga og limbókeppni er meðal þess sem heldur uppi hinum einstaka Skjaldborgaranda.

// ENGLISH

18th EDITION OF SKJALDBORG!

Skjaldborg is the Icelandic documentary film festival, is the only specialised platform for the premiere of Icelandic documentaries and it is fair to say that Skjaldborg cinema and, hence, Patreksfjordur have become the home of the Icelandic documentary scene. Skjaldborg is held annually in Patreksfjörður, West fjords, during the Whitsun weekend (a long weekend in the Icelandic holiday calendar). Experienced documentary filmmakers, newcomers to the scene, documentary buffs and the general audience members all contribute to a vibrant and creative discourse that enhances the development of the Icelandic documentary scene and its mediation platforms.

Skjaldborg offers a packed program outside the cinema with dinners, parties and general fun and games unique to the festival from morning to evening. The surrounding environment, the festival guests and the local inhabitants have joined in creating a unique intimate setting and ambiance which characterizes the reputation of the festival.

(English below)

Öll frumsýnd verk á hátíðinni keppa um áhorfendaverðlaunin Einarinn sem veitt hafa verið frá upphafi.

Þriggja manna dómnefnd veitir auk þess tvenn verðlaun; Ljóskastarann, fyrir heimildamynd í fullri lengd, og Skjölduna, fyrir heimildastuttmynd (undir 40 mínútum að lengd).

Verðlaunafé fylgir öllum flokkum sem skulu renna til leikstjóra og framleiðenda vinningsmynda.

// ENGLISH

The Icelandic documentaries premiering at the festival compete for the coveted audience award Einarinn.

Documentaries 40 minutes and longer compete for Ljóskastarinn, the feature film jury award, and short films (39 minutes and shorter) compete for Skjaldan, shortfilm jury award.

Award fees go to the director and producer of the winning films.

(English below)

Skjaldborg frumsýnir íslenskar heimildamyndir og hefur það að markmiði að styðja við íslenska heimildamyndagerð. Hægt er að sækja um í þremur flokkum, frumsýning á heimildamynd í flokki lengri mynda (40 mínútur og lengri), frumsýning á heimildamynd í flokki styttri mynda (allt að 39 mínútum) og í flokkinn verk í vinnslu. Stjórn Skjaldborgar leggur mat á gjaldgengi umsókna og tekur fyrir álitamál sem upp koma.
FRUMSÝNING (LENGRI & STYTTRI MYNDIR)
Verk sem eru gjaldgeng til frumsýningar þurfa að uppfylla eftirfarandi tvö skilyrði (1) og (2):

1. Heimildamyndir sem uppfylla eitt af eftirfarandi (mynd þarf ekki að uppfylla öll þrjú atriðin):
- Teljast íslensk framleiðsla (framleiðslufyrirtækið og framleiðandinn teljast aðalframleiðandi)
- Leikstjóri er íslenskur eða með lögheimili á Íslandi.
- Verkið er á íslensku eða hefur íslenska menningarlega eða samfélagslega skírskotun

2. Heimildamyndir sem ekki hafa verið sýndar opinberlega á Íslandi og munu ekki verða sýndar áður en Skjaldborg þess árs er lokið. Opinberar sýningar á íslenskum vettvangi teljast til sýninga í kvikmyndahúsum, kvikmyndahátíðum, sjónvarpi, opnum vefsvæðum eða öðrum miðlum. Sýningar á vegum skólastofnana sem sýna afrakstur náms í kvikmyndagerð teljast ekki til opinberra sýninga. Lokaðar sýningar fyrir aðstandendur mynda teljast ekki til opinberra sýninga.

Athugið að heimildamyndir sem hafa verið sýndar opinberlega erlendis teljast gjaldgengar.
Hægt er að sækja um þátttöku fyrir erlendar heimildamyndir með íslenskum meðframleiðendum og stjórn mun fara sérstaklega yfir þær umsóknir og meta gjaldgengi.
Forsvarsaðili umsóknar ábyrgist að upplýsingar í umsókn séu réttar.

Forsvarsaðili umsóknar ábyrgist að heimildamyndin hafi ekki verið sýnd opinberlega á Íslandi og það er á ábyrgð umsækjanda að tilkynna Skjaldborg ef breyting hefur orðið á frumsýningarstöðu myndar í aðdraganda hátíðarinnar.
Hafi umsækjandi sótt um áður með verk en verið hafnað er umsækjanda frjálst að sækja um aftur, hafi myndin ekki verið sýnd opinberlega í millitíðinni.

Valnefnd og stjórn Skjaldborgar leggja mat á vafaatriði sem kunna að koma upp.

Ekki eru veittar umsagnir til umsækjenda.

VERK Í VINNSLU
Verk í vinnslu er vinnustofa þar sem höfundum gefst kostur á að kynna verkefni sem eru enn í vinnslu. Leikstjóri eða framleiðandi þarf að vera viðstaddur kynninguna í eigin persónu og taka þátt í umræðum um verkið.

Verkin geta verið á hvaða stigi sem er en þurfa að hafa kvikmyndaefni til kynningar. Ef verk hefur áður verið kynnt í flokknum verk í vinnslu ber forsjármaður verksins ábyrgð á að taka það fram í umsókn og gera grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á verkinu frá fyrri kynningu.

Forsvarsaðili umsóknar ábyrgist að upplýsingar í umsókn séu réttar.

Valnefnd og stjórn Skjaldborgar leggja mat á vafaatriði sem kunna að koma upp.

Ekki eru veittar umsagnir til umsækjenda.

// ENGLISH
Skjaldborg premiers Icelandic documentaries with the aim to support the development of the Icelandic documentary scene. The three categories are Feature Documentary Premiere (for films 40 minutes and longer), Short Documentary Premiere (for films 39 minutes and shorter) and the Work in Progress Programme. The board of Skjaldborg will evaluate the eligibility of submissions.

DOCUMENTARY PREMIERE (FEATURE & SHORT)

Eligible films for Skjaldborg need to fulfill the two following terms (1) & (2):

1. Documentaries that fulfill one of the following:
- Documentaries that count as Icelandic majority production
- The director is Icelandic or has permanent address in Iceland
- Documentaries in Icelandic language and/or documentaries that touch on Icelandic culture and subjects.

2. Documentaries which have not been screened publicly in Iceland and will not be screened before the completion of the Skjaldborg festival that year. Public screenings in Iceland include screenings in cinemas, at film festivals, on television, open websites or other media. Single school screenings held by schools to celebrate the products of film courses do not count as public screenings. Closed screenings for film crews do not count as public screenings. Films that have been publicly screened overseas are eligible.

Note! The festival also considers foreign documentary films with Icelandic co-production and those applications will be evaluated by the Skjaldborg board.

The applicant is reliable for submitting correct information about the film.

The applicant is reliable for correct information about the premiere status of the film and that it has not been publicly screened in Iceland. The applicant is reliable for informing Skjaldborg if the premiering status of the film changes before the completion of the festival this year.

The selection committee and the board of Skjaldborg will evaluate any questions about eligibility that may arise.

Skjaldborg does not offer comments on applications, wheather or not the film is selected or rejected.

WORK IN PROGRESS
Work in Progress is a forum where documentary filmmakers can present work which is still in progress. The director or producer of the documentary must attend the Work in Progress session in person.

The film can be at any state in the production process as long as some film material is presented.
If a project has been presented as work in progress at earlier editions of Skjaldborg the applicant is responsible for acknowledging that fact in the application and pinpointing the changes that have been made on the project from the previous presentation.

The applicant is reliable for submitting correct information about the film.

The selection committee and the board of Skjaldborg will evaluate any questions about eligibility that may arise.
Skjaldborg does not offer comments on applications, whether or not the film is selected or rejected.

Overall Rating
Quality
Value
Communication
Hospitality
Networking
  • Hrund Atladóttir

    The most important festival for Icelandic documentary films and a overall fantastic festival.

    May 2024
  • All in a great festival and the organizers are lovely and helpful.
    I have twice shown my work there and I hope there will be a third time sometime in the near future. Definatly apply if you can.

    June 2023